Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að tilskipun 2007/23/EB - 208 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig er samskiptum ESB og Rússlands háttað?

Samskipti Rússlands og Evrópusambandsins grundvallast á samstarfssamningi frá árinu 1997. Hann hefur það að markmiði að efla viðskipti og stuðla almennt að farsælu sambandi milli Rússlands og ESB. Sambandið var eflt árið 2003 með stofnun fjögurra svonefndra sameiginlegra svæða. Leiðtogar Rússlands og ESB halda fun...

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?

Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...

Hvaða leiðir eru hentugastar fyrir Evrópusambandið til að ná fram málum í andstöðu við einstök smáríki innan sambandsins?

Sáttmálum Evrópusambandsins og skilmálum aðildarsamninga einstakra ríkja er aldrei hægt að breyta nema með samþykki allra aðildarríkjanna og með fullgildingu samkvæmt stjórnskipunarreglum hvers og eins ríkis. Með setningu afleiddrar löggjafar, svo sem reglugerðar eða tilskipunar, er hins vegar vel mögulegt að mál ...

Getur Evrópusambandið beitt sér gegn andlýðræðislegri þróun í aðildarríki eins og í Ungverjalandi nú?

Með inngöngu í Evrópusambandið skuldbinda aðildarríkin sig til að verja grundvallargildi sambandsins. Þar að auki heita þau því að fara að öllum núverandi lögum sambandsins sem og þeim lögum sem samþykkt verða í framtíðinni. Að þessu leyti er aðildarríkjum ESB ekki heimilt að afgreiða hvaða lög sem er sem njóta st...

Verður leyfilegt að flytja inn hross frá öðrum löndum ef við göngum í ESB?

Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hefur Ísland fengið undanþágur frá öllum reglum sem gilda á svæðinu um frjálsa för lifandi dýra til landsins. Í yfirstandandi samningaviðræðum við ESB um aðild að sambandinu er sóst eftir því að þessum undanþágum verði viðhaldið. Rökin fyrir því eru sterk, eins og rakið er nán...

Sýnir skuldaklafi Grikkja að fjórfrelsi Evrópusambandsins var vanhugsað frá upphafi?

Frelsi til fjármagnsflutninga er ein stoð svonefnds fjórfrelsis. Við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga í heiminum varð til ójafnvægi í heimshagkerfinu, ekki einungis innan ESB. Á meðan sum ríki höfðu afgang í viðskiptum við útlönd og söfnuðu umframsparnaði, flæddi mikið lánsfé inn í önnur ríki sem söfnuðu háum ...

Geta Íslendingar gert sér vonir um styrki frá ESB upp í ferðakostnað milli Íslands og Evrópu sökum fjarlægðar?

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort og þá hvernig Ísland fellur inn í stefnu Evrópusambandsins gagnvart ystu svæðum þess og hvaða styrkir, aðlaganir eða sérlausnir myndu þá standa til boða. Það veltur á samningaviðræðum Íslands við ESB. Þar á meðal eru hugsanlegir styrkir til að lækka ferðakostnað milli Íslands o...

Er ríkisaðstoð til skógræktar leyfileg innan ESB?

Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu styrki frá aðildarríkjunum sem geta haft áhrif á viðskipti milli ríkjanna með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni innan innri markaðar ESB. Ákveðnar undanþágur eru veittar ef inn...

Hver er munurinn á varanlegum undanþágum og sérlausnum í samningaviðræðum við ESB, í lagalegum skilningi?

Undanþágur og sérlausnir eru ekki lagaleg hugtök í sjálfu sér og á þeim er enginn sérstakur munur í lagalegum skilningi. Í reynd má segja að sérlausnir séu ein tegund undanþága. *** Til grundvallar viðræðum um aðild að Evrópusambandinu liggja réttarreglur sambandsins (fr. acquis communautaire). Meginreglan e...

Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill?

CE-merking er skilyrði fyrir markaðssetningu tiltekinna vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Merkið er auðkennismerking sem gefur til kynna að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili vöru ábyrgist að hún uppfylli þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kveða á um. CE-me...

Af hverju hafa Þýskaland og Frakkland svona mikið að segja í ESB? [Fréttaskýring]

Þýskaland og Frakkland hafa ávallt verið kjölfestan í Evrópusambandinu og forverum þess, enda liggur ein helsta rót sambandsins í vilja þessara fyrrum óvinaríkja til að koma í veg fyrir stríð þaðan í frá. Þau hafa þó ekki alltaf átt sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu var stofnað árið 195...

Af hverju eru ekki allar þjóðir innan ESB með evru sem gjaldmiðil?

Ellefu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins eru ekki hluti af evrusamstarfinu eða evruhópnum, eins og evruríkin eru oft nefnd. Tvö þeirra hafa varanlega undanþágu frá upptöku evru en hin níu eru skuldbundin til upptökunnar. Þau eru þó mislangt á veg komin með að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku hins sameiginlega ...

Af hverju vill framkvæmdastjórn ESB gerast aðili að málarekstri eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi?

Krafa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hafa meðalgöngu í máli eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi í svonefndu Icesave-máli er í fullu samræmi við reglur og markmið EES-samstarfsins og þarf ekki að koma á óvart í ljósi málavaxta. Ákvörðunin ber þess vitni að framkvæmdastjórnin telur sig hafa hagsmuna að ...

Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá?

Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild að sambandinu stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (e. Instrument for Pre-accession Assistance eða fjármögnunarleið við foraðildarstuðning). IPA-áætluninni var komið á fót til að styðja við umsóknarríki bæði í formi fjárhagsstuðnings og í gegnum tvíhliða sam...

Hvað er embættismannakvóti Evrópusambandsins og hvaða reglur gilda um hann?

Í spurningunni felst líklega skírskotun til umræðna sem áttu sér stað á Alþingi í byrjun nóvember þegar Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hver embættismannakvóti Íslands yrði við hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að engar reglu...

Leita aftur: